Færsluflokkur: Bloggar
1.12.2008 | 16:27
Óskabarn þjóðarinnar
Smyrill skrifaði þessa grein, sem birtist í Mbl. skömmu eftir að hluthafar h/f Eimskipafélags Íslands samþykktu á hluthafafundi með afgerandi meirihluta að yfirfæra félagið til Straums-Burðaráss og gera Eimskipafélagið að dótturfyrirtæki þessa fjárfestingarbanka. Ég greiddi, ásamt fáum öðrum hluthöfum, atkvæði gegn tillögunni. Þegar ég skrifaði greinina var ég mjög hikandi í lofgjörð minni um útrásarvíkingana, en gerði það samt, sennilega til að þóknast meiri hlutanum og til að vera í takt við tíðarandann þá. Ég myndi að gefnu tilefni, nú í nóvember 2008, ekki mæra þessa atburðarrás en það er gott að vera vitur eftir á. Mér virðist óskabarnið nú um stundir eiga í vök að verjast eftir að ráðgast hefur verið með það á ýmsan misvitran hátt, en vafalaust á það eftir að ná vopnum sínum á ný. Hlutabréf mitt var arfur eftir afa minn, sem gerðist stofnfélagi , ásamt þúsundum Íslendinga hér heima og í Vesturheimi, strax við stofnun félagsins 1914.
"Frá og með 19. mars er H.F. Eimskipafélag Íslands orðið dótturfélag Burðaráss, sem áður var fjárfestingar-dótturfélag H.F. Eimskipafélags Íslands. Þessi breyting var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta mættra hluthafa á aðalfundi félagsins þennan dag. Ekki þarf að rekja söguna um stofnun Eimskipafélagsins fyrir 90 árum, sem var merkur áfangi í sjálfstæðisbaráttu okkar. Þjóðin öll, ásamt löndum okkar í Kanada, sameinaðist um stofnun þessa félags og það var fögnuður um allt land, þegar fyrsta skip félagsins, E/S GULLFOSS, kom til heimahafnar, Reykjavíkur, sem þá var höfuðstaður Íslands. Nú virðist mér að meiri hluti Burðaráss gæti tæknilega selt dótturfélag sitt, H.F. Eimskipafélag Íslands, hæstbjóðanda, jafnt erlendum sem innlendum aðilum. Að vísu ber ég traust til núverandi eigenda Burðaráss og veit að þeir eru dugandi menn og framsýnir, sem sjá sér færi á að fara í víking og fjárfesta í góðum fyrirtækjum á erlendum vettvangi, vonandi landi okkar til vegsauka og til hagsbóta fyrir viðskiptamenn félagsins og hluthafa. En ég ber þá von í brjósti að þeir láti aldrei freistast af erlendum tilboðum hversu mikið gull, sem kynni að vera í boði, og haldi þessu alíslenska 90 ára óskabarni þjóðarinnar, H/F Eimskipafélagi Íslands, ávallt í íslenskri eigu. Einnig vona ég að sá draumur eigi eftir að rætast að íslensk kaupskip sigli á ný undir hinum fagra fána okkar, en vegna samkeppnisaðstöðu virðist það óhentugt nú um stundir; en spurningin er, gætu íslensk stjórnvöld e.t.v. bætt úr þessu ástandi með laga- eða reglugerðarsetningu, sem gerðu innlendum kaupskipaútgerðum á ný fært að sigla undir íslenska fánanum? Íslendingar hafa enn ekki glatað stolti sínu." - Smyrill.
Bloggar | Breytt 17.5.2010 kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 20:51
Ísland fullvalda ríki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 15:28
NORÐMENN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2008 | 00:14
Viðgerðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 14:49
Einelti
Bloggar | Breytt 27.3.2010 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 21:41
Kor13-3-6
E.T.V. til athugunar fyrir herra Öxssur:
Bæn dagsins
Miskunnsami Guð. Við biðjum fyrir hinum ofsóttu og fyrir þeim sem ofsækja, fyrir hinum píndu og fyrir þeim sem pína, fyrir öllum sem hæðast að, spotta og lastmæla og fyrir þeim sem verða fyrir áreitni þeirra.
Drottinn, miskunna þú oss. Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 23:22
Borgarstjórastaðan
Dagblaðið Vísir fjallar árið 1927 um borgarstjórann í Reykjavík á þennan veg:
Borgarstjórastaðan er vafalaust einhver örðugasta og argasamasta staða hér á landi, og má einatt búast við, að sá sem í henni situr, verði fyrir fjandsamlegum árásum og hörðum dómum. Knud Zimsen hefur og ekki farið varhluta af árásunum. En hann hefur tekið öllu slíku með karlmennsku, gengið glaður og reifur til orustu við andstæðinga sína, en verið sáttfús og glaður sem fyrr að fengnum sigri eða töpuðu máli.- Hann hefur þótt örðugur mótstöðumaður, vel máli farinn, kappsamur við hóf, fundvís á rökvillur andstæðinganna, hverjum manni kunnugri högum bæjarfélagsins og hefur greið svör jafnan á höndum.- Hefur hann á stundum átt allmjög í vök að verjast í bæjarstjórninni, er jafnaðarmönnum hefur þótt hann þungur fyrir og íhaldsamur, en ekki trútt um, að hinum hafi þótt hann sveigjast um of í frjálslynda átt.- Mun og sönnu næst, að hann hafi hin síðari árin viljað standa á milli öfganna og reynt að nýta hið besta úr tillögum beggja flokka.
Knud Zimsen lést í Reykjavík 15. apríl 1953.
PS. Álitið er að greinarhöfundur hafi hitt naglann á höfuðið er hann skrifaði ofangreindan kafla í Vísir 1927.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Árni Kr Þorsteinsson
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar