Grímseyjarferjan.

Fyrir nokkrum árum ætlaði hér allt vitlaust að verða, þegar verið var að endurbyggja gamla ferju til notkunar fyrir siglinga til Grímseyjar.  Kostnaðurinn varð nokkrum tugum milljóna hærri en ráðgert var í upphafi, ráðherra, stjórnmála elítan og  landsmenn urðu æfareiðir og fjölmiðlar linntu ekki látum og ganrýndu Vegamálastjóra og alla, sem að málinu komu. Nú ræða menn ekki um minna en hundruð eða þúsundir milljarða, enda skuldabirðin orðin a.m.k. fjórar til fimm milljónir á venjulega fjagra manna fjölskyldu og enginn virðist lengur hrökkva við. Sæfari heldur nú uppi siglingum til Grímseyjar og allt gengur ágætlega, en hér fór allt á hvolf, þegar endurbygging ferjunnar fór einhverjum milljónum framúr upphaflegri kostnaðaráætlun. Menn eru búnir að gleyma milljónunum, enda snýst nú allt um þúsundir milljarða. Þjóðin stndur nú á öndinni.  Smyrill.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru ekki allir búnir að gleyma Grímseyjarferju klúðrinu eða hinu lúalega yfirklóri ráðherrans, Sturlu Böðvarssonar að reyna að koma sökinni á "sérfræðinginn" sem veitti ráðgjöf við skoðun á þessum kláf.  Allt þetta var gert með fullri vitund og vilja ráðherrans sem var að útdeila pólitískum bitling...en þessir vesælu fjölmiðlar okkar þraut örendið við að komast til botns í svindlinu og krefjast þess að einhver axlaði ábyrgð. En það er rétt hjá þér að kostnaðarvitund landans er orðin afar brengluð svo ekki sé meira sagt.  Og verst af öllu er að Seðlabankinn getur ekki lengur höndlað öll þessi núll. Spurning fyrir hvern norsarinn er að vinna, Íslendinga eða AGS??

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.7.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Kr Þorsteinsson

Höfundur

Árni Kr Þorsteinsson
Árni Kr Þorsteinsson
Er bara eftirlaunaþegi

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • smyrill 756150

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband