18.9.2009 | 23:06
ICESAVE
Nú hefur borist minnisblað frá breskum og hollenskum yfirvöldum sem fyrsta svar þessara þjóða við lögum Alþingis um ríkistryggingu vegna lána þeirra Íslandi til handa vegna eigna breskra og hollenskra innistæðueigenda á Icesave reikningum gamla Landsbankans í þessum löndum.
Hér er það mikið alvörumál á ferðinni, að Smyrill taldi nokkurnveginn augljóst að allir íslenskir stjórnmálaflokkar, er nú skipa Alþingi Íslendinga, myndu sameinast um að vinna sameiginlega að lausn þessa máls og starfa saman sem ein heild í þágu allra Íslendinga með það fyrir augum að taka aðeins hin æskilegustu og bestu spor í þeim viðræðum sem framundan hljóta að vera við umrædda viðsemjendur.
Annað virðist hafa strax komið í ljós, því stjórnarandstaðan virðist líta öðrum augum á málið og er nú þegar komin í marg nefndar stjórnmálalegar skotgrafir og lítur þannig á málið að það sé einungis á borði ríkjandi stjórnar að leysa þetta efiða mál og þannig gera stjórnina eina ábyrga fyrir framhaldinu, í stað þess að bjóða fram fullt samstarf. Það á stjórnarandstaðan skilyrðislaust að gera og stuðla að því að Alþingi komi fram sem ein heild fyrir hönd þjóðarinnar, er næstu skref verða tekin í þessu erfiðasta máli þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins. Þegar bíður þjóðarsómi, þá á Ísland að eiga eina sál. Smyrill 16.09.2009.
Um bloggið
Árni Kr Þorsteinsson
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 132
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.